Innlent

Sveitastjóri hyggur á þingframboð

Unnur Brá Konráðsdóttir er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og varaþingmaður.
Unnur Brá Konráðsdóttir er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og varaþingmaður.

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og varaþingmaður, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjörinu. Unnur Brá er 34 ára gömul og er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands en auk þess hefur hún stundað nám í opinberri stjórnsýslu (MPA).

Í fréttatilkynningu sem send var út vegna framboðs Unnar kemur fram að hún leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningum 2006 með þeim árangri að flokkurinn bætti við sig manni og hefur Unnur Brá starfað sem sveitarstjóri frá þeim tíma. Þá hafi hún verið 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×