Fatahönnun er mikil barátta 20. júlí 2009 04:15 Edda Hannar og selur undir nafninu Blindfold. Hún segir að það sé mikið hark að vera fatahönnuður á Íslandi. Fréttablaðið/Arnþór Hér á landi er að finna marga efnilega hönnuði, sem margir eru að taka sín fyrstu skref í hinum harða heimi tískunnar. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, eða Edda eins og hún er kölluð, útskrifaðist fyrir ári síðan úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún hannar nú flíkur undir nafninu Blindfold, sem voru meðal annars seldar í versluninni Trilogiu og í Kronkron. „Það er allt uppselt hjá mér eins og er, en ég er að vinna að nýrri línu þessa dagana sem ég vonast eftir að geta komið í verslanir," segir Edda. Hún segist sækja innblástur í gamlar ljósmyndir og hrollvekjur og blandar gjarnan saman andstæðum, grótesku í bland við klassík, og andstæða liti. Hún segir að það sé mikið hark að vera hönnuður á Íslandi og að hönnuðir þurfi að vera duglegir við að koma sér áfram og kynna vörur sínar. „Þetta er mikil barátta og getur verið mjög dýrt, maður þarf að vera sniðugur að finna ódýrar lausnir ef maður ætlar ekki að enda á hausnum. Ég hef líka verið dugleg við að tala við fólk og redda mér símanúmerum og einnig sótt námskeið hjá Nýsköpunarsjóði," segir Edda. Spurð út í framtíðarplön sín segist Edda hafa áhuga á að selja hönnun sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Mig langar að fara út á landsbyggðina og sjá hvort það sé áhugi fyrir hönnun minni þar. Það væri gaman að geta selt flíkurnar í hverjum landshluta," segir Edda að lokum. Hægt er að skoða flíkurnar á www.eddagudmunds.com. - sm Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hér á landi er að finna marga efnilega hönnuði, sem margir eru að taka sín fyrstu skref í hinum harða heimi tískunnar. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, eða Edda eins og hún er kölluð, útskrifaðist fyrir ári síðan úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún hannar nú flíkur undir nafninu Blindfold, sem voru meðal annars seldar í versluninni Trilogiu og í Kronkron. „Það er allt uppselt hjá mér eins og er, en ég er að vinna að nýrri línu þessa dagana sem ég vonast eftir að geta komið í verslanir," segir Edda. Hún segist sækja innblástur í gamlar ljósmyndir og hrollvekjur og blandar gjarnan saman andstæðum, grótesku í bland við klassík, og andstæða liti. Hún segir að það sé mikið hark að vera hönnuður á Íslandi og að hönnuðir þurfi að vera duglegir við að koma sér áfram og kynna vörur sínar. „Þetta er mikil barátta og getur verið mjög dýrt, maður þarf að vera sniðugur að finna ódýrar lausnir ef maður ætlar ekki að enda á hausnum. Ég hef líka verið dugleg við að tala við fólk og redda mér símanúmerum og einnig sótt námskeið hjá Nýsköpunarsjóði," segir Edda. Spurð út í framtíðarplön sín segist Edda hafa áhuga á að selja hönnun sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Mig langar að fara út á landsbyggðina og sjá hvort það sé áhugi fyrir hönnun minni þar. Það væri gaman að geta selt flíkurnar í hverjum landshluta," segir Edda að lokum. Hægt er að skoða flíkurnar á www.eddagudmunds.com. - sm
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira