Erlent

Byggði Twittandi hús

Andy fyrir fram Twittandi húsið sitt.
Andy fyrir fram Twittandi húsið sitt.

Verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn Andy Stanford-Clark á heldur einstakt hús. Það notar nefnilega samskiptavefinn Twitter til þess að láta íbúa þess vita ef hann gleymdi að slökkva ljósin eða hvort músagildran hafi veitt mús samkvæmt fréttavef The daily Telegraph.

Húsið er einstakt þar sem það sendir Andy skilaboð í gegnum samskiptavefinn Twitter og lætur hann vita um nákvæma orkunotkun hússins og margt fleira.

Uppfinningamaðurinn hugvitssami fékk hugmyndina þegar hann gleymdi að skrúfa fyrir vatnslönguna í garðinum. Þá velti hann því fyrir sér hvort það væri ekki möguleiki að finna upp tæki sem léti hann vita ef hann gleymdi til að mynda að slökkva á eldavélinni eða einmitt garðslöngunni.

Hugmyndin komst síðan almennilega í framkvæmd þegar hann var að setja upp skynjara sem mældi orkunotkun í húsinu. Þá áttaði Andy sig á möguleikanum að húsið gæti slegist í hóp milljóna sem Twitta.

Og þó hugmyndin virðist vera afsprengi nörda og helst tilfallin fyrir slíka, þá sjá vísindamenn talsverða kosti fyrir breska neytendur í tækni Andys. Neytendur gætu nefnilega sparað þúsundir króna með nákvæmu eftirliti á orku og fleiru. Þannig hefur kerfið sparað Andy og fjölskyldu stórfé í orkukostnað.

Þá vill Andy meina að það sé einfalt að setja kerfið upp og slíkt kosti í raun ekki nema um 150 pund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×