Innlent

Snarpur skjálfti fannst víða um Reykjavík

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Snarpur jarðskjálfti varð rétt í þessu og fannst víða um Reykjavík. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofu var um tvo skjálfta að ræða um tuttugu mínútur yfir fimm. Áttu skjálftarnir upptök sín um fimm og hálfan kílómetra norðaustur af Krýsuvík og voru 2,6 og 3,9 að styrk. Þessar tölur eru ekki yfirfarnar.

Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki ólíklegt að fleiri skjálfar muni finnast næstu daga.

Talsverð skjálftavirkni var við Krýsuvík síðastliðið föstudagskvöld, en þá riðu yfir skjálftar sem voru allt að 4,2 að styrk. Skjálftarnir fundust á Suðurnesjum og allt inn í Reykjavík. Skjálftinn sem reið yfir fyrr í kvöld var nær Reykjavík en hinir.

Lögreglu hefur ekki borist tilkynningar um tjón vegna skjálftans.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×