Innlent

Þyrla Gæslunnar leitar Sævars

Sævar Már Reynisson.
Sævar Már Reynisson.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Sævari Má Reynissyni með aðstoð björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Vísbending hefur borist lögreglu um að hann hafi sést í Heiðmörk um sexleytið í gær, en Sævar fór akandi á bifreið sinni frá Þórðarsveig í Reykjavík um klukkan hálfþrjú í gær. Bifreið hans fannst svo við Nesjavallaveg um klukkan fimm í gær.

Sævar er 26 ára gamall, 187 sentimetrar á hæð, þrekvaxinn, dökkhærður með stuttklippt hár, klæddur í ljósar gallabuxur, ljósann bol, dökkbláan þunnan jakka og svarta Nike skó.

Þeir sem vita um ferði Sævars frá því um miðjan dag í gær eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Höfðuðborgarsvæðinu

í síma 444 1104.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×