Innlent

Icesave úr nefnd í næstu viku

guðbjartur Formaður fjárlaganefndar segir æskilegt að ljúka afgreiðslu um ríkisábyrgð vegna Icesave fyrir 1. ágúst þegar endurskoðun AGS hefst.
fréttablaðið/gva
guðbjartur Formaður fjárlaganefndar segir æskilegt að ljúka afgreiðslu um ríkisábyrgð vegna Icesave fyrir 1. ágúst þegar endurskoðun AGS hefst. fréttablaðið/gva
Fjöldi sérfræðinga kemur fyrir fjárlaganefnd í dag að ósk stjórnarandstöðunnar. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hittir hluta nefndarinnar fyrir hádegi og rýnir í talnagrunn sem liggur að baki skýrslu Seðlabankans. Þá munu lögfræðingarnir Ragnar Hall, Eiríkur Tómasson, Ástráður Haraldsson og Steinunn Guðbjartsdóttir hitta nefndina alla eftir hádegi.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina eiga nokkuð í land með álit sitt, en ynnu allir saman ætti að nást að klára það um helgina. Það er því ljóst að frumvarpið um ríkis­ábyrgð vegna Icesave kemur ekki til annarrar umræðu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

Guðbjartur segir að hann telji mjög mikilvægt að klára málið fyrir 1. ágúst, en þá á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hefjast. Hann segir útkomu málsins munu hafa áhrif á hana sem og alþjóðlega stöðu landsins.

Efnahags- og skattanefnd og utanríkismálanefnd skila fjárlaganefnd áliti sínu á næstu dögum. Meðal þess sem meirihluti þeirrar síðarnefndu skoðar nú er EES-regluverkið, evrópska innstæðukerfið og þau áhrif sem höfnun frumvarpsins mundi hafa á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×