Innlent

Símstöð reist á ný á mánudag

hótel valhöll Þrjátíu viðskiptavinir Símans á svæðinu misstu talsamband þegar símstöð, sem var í Hótel Valhöll, eyðilagðist við brunann.fréttablaðið/stefán
hótel valhöll Þrjátíu viðskiptavinir Símans á svæðinu misstu talsamband þegar símstöð, sem var í Hótel Valhöll, eyðilagðist við brunann.fréttablaðið/stefán
Ný símstöð var tekin í gagnið á Þingvöllum um tvöleytið á mánudaginn.Engin símstöð hafði verið á Þingvöllum frá því að símstöð, sem var í Hótel Valhöll, brann með hótelinu 10. júlí síðastliðinn. Við það misstu um þrjátíu viðskiptavinir Símans talsamband.

Að sögn Kristmundar Halldórssonar, deildarstjóra talsímakerfa Símans, þurfti að fá leyfi til að setja símstöðina aftur niður. Síðan þurfti að grafa í jörð og endurnýja kapla og rafmagnsleiðslur. Að lokum þurfti að útbúa bráðabirgðasímstöð og fara með hana austur á Þingvöll. - vsp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×