Pólskur sjónvarpskokkur tekur upp efni á Íslandi 2. maí 2009 04:00 Ferðast um allan heim Sjónvarpskokkurinn Robert Maklowicz er nú staddur hér á landi í tengslum við pólska daga og tekur upp þrjá sjónvarpsþætti. „Þú getur spurt hvaða Pólverja sem er um Robert, það þekkja hann allir," segir Michal Gierwatowski, vararæðismaður Póllands, um pólska sjónvarpskokkinn Robert Maklowicz. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við pólska daga og hefur hannað pólskan matseðil fyrir Brasserie Grand auk þess sem hann tekur upp þrjá þætti fyrir sjónvarpsseríu sína. „Í þáttum sínum ferðast Robert til hinna ýmsu landa, kynnir matarmenningu hvers lands og eldar á framandi stöðum. Þættirnir hans eru sýndir á stöð 2 í Póllandi tvisvar í viku og eru mjög vinsælir. Hann ætlar að taka upp einn þátt í Reykjavík, einn við Bláa lónið og einn við Gullfoss og Geysi, auk þess sem hann ætlar að heimsækja Íslendinga og Pólverja hér á landi til að sjá hvað er líkt og ólíkt í matarmenningu þeirra," útskýrir Michal. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði sýndir í Póllandi í ágúst. Annað kvöld verður stærsti viðburður pólskra daga og þá verður gala-kvöldverður á Grand hóteli með klassískum tónleikum, en 3. maí er þjóðhátíðardagur Pólverja. Stefán Þór Arnarson, veitingastjóri Brasserie Grand, segir Róbert vera búinn að setja þjóðlega pólska rétti í nýstárlegan búning, en á matseðlinum er meðal annars rauðrófusúpa, nautakjöt, bleikja, og fjórir mismunandi eftirréttir. „Allir þekkja franska og ítalska matarmenningu, en þarna teygjum við okkur til Austur-Evrópu sem er ekki síður spennandi. Róbert er snillingur í sínu fagi og hérna langar hann náttúrulega að vinna úr hráefninu okkar eins og lambakjötinu, fiskinum og svo langar hann að elda hvalkjöt," segir Stefán. - ag Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Þú getur spurt hvaða Pólverja sem er um Robert, það þekkja hann allir," segir Michal Gierwatowski, vararæðismaður Póllands, um pólska sjónvarpskokkinn Robert Maklowicz. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við pólska daga og hefur hannað pólskan matseðil fyrir Brasserie Grand auk þess sem hann tekur upp þrjá þætti fyrir sjónvarpsseríu sína. „Í þáttum sínum ferðast Robert til hinna ýmsu landa, kynnir matarmenningu hvers lands og eldar á framandi stöðum. Þættirnir hans eru sýndir á stöð 2 í Póllandi tvisvar í viku og eru mjög vinsælir. Hann ætlar að taka upp einn þátt í Reykjavík, einn við Bláa lónið og einn við Gullfoss og Geysi, auk þess sem hann ætlar að heimsækja Íslendinga og Pólverja hér á landi til að sjá hvað er líkt og ólíkt í matarmenningu þeirra," útskýrir Michal. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði sýndir í Póllandi í ágúst. Annað kvöld verður stærsti viðburður pólskra daga og þá verður gala-kvöldverður á Grand hóteli með klassískum tónleikum, en 3. maí er þjóðhátíðardagur Pólverja. Stefán Þór Arnarson, veitingastjóri Brasserie Grand, segir Róbert vera búinn að setja þjóðlega pólska rétti í nýstárlegan búning, en á matseðlinum er meðal annars rauðrófusúpa, nautakjöt, bleikja, og fjórir mismunandi eftirréttir. „Allir þekkja franska og ítalska matarmenningu, en þarna teygjum við okkur til Austur-Evrópu sem er ekki síður spennandi. Róbert er snillingur í sínu fagi og hérna langar hann náttúrulega að vinna úr hráefninu okkar eins og lambakjötinu, fiskinum og svo langar hann að elda hvalkjöt," segir Stefán. - ag
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira