Kaiser í þjóðleikhússtjórann 18. júní 2009 06:00 Þrátt fyrir að teljast ágætur kandídat í stöðu Þjóðleikhússtjóra - gerir hann ekkert frekar ráð fyrir því að hreppa stöðuna. fréttablaðið/valli „Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. Menntamálaráðherra auglýsti stöðuna fyrir nokkru lausa til umsóknar en umsóknarfrestur rennur út 26. þessa mánaðar. Skipað er í stöðuna til fimm ára. Tinna Gunnlaugsdóttir, núverandi þjóðleikhússtjóri, hefur þegar lýst yfir vilja til að vera áfram. Þá hefur Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, verið orðuð við stöðuna en hún komst ekki inn á þing í síðustu alþingiskosningum. Sigurður segir Þjóðleikhúsið flaggskip íslenskrar menningar og sterkt Þjóðleikhús forsendu fyrir því að hér þrífist leiklist. Fréttablaðið greindi í upphafi viku frá svartri skýrslu um ástand hússins við Hverfisgötu, að því þyrfti að loka ef vel ætti að vera. Tinna hefur reyndar mótmælt því og ýmislegt hefur þegar verið gert sem tíundað var sem ógert í skýrslunni, svo sem vinna við ytra byrði hússins. En Sigurður sér það reyndar ekki sem óyfirstíganlegt vandamál þótt loka þyrfti húsinu um stundarsakir. „Þá má sýna í yfirgefnum banka. Leikhúsið þarf ekki að vera bygging. Ekki veitti til dæmis af að heimsækja landsbyggðina, leikhúsið til fólksins, og mætti þess vegna sýna í frystihúsi eða jafnvel togara. Auðvitað er Þjóðleikhúsið þjóðareign, eitt af fáum stofnunum sem það eru, og menn ættu ekki að þurfa að setja sig í stellingar og fara í sparifötum þangað inn,“ segir Sigurður. Hann veit ekki um aðra en Tinnu sem ætla að sækja um en hefur þó orðið var við titring í tengslum við stöðuna. „Þetta er ein af æðstu stöðum innan menningarlífs á Íslandi. Nýverið var skipt um stjórnvöld og þau taka ákvörðun um hver fær stöðuna. Og af hverju skyldu þeir sem hafa áhuga á og metnað til að vera leiðandi í íslensku menningarlífi ekki að sækja um?“ Sigurður hlýtur að teljast ágætur kandídat. Hann státar af meistaragráðu í leikhúshönnun frá Bretlandi, kenndi dramatúrgíu í South Bank University, hann hefur starfað í flestum leikhúsum landsins, er stofnandi Vesturports og starfaði þar sem leikhússtjóri auk þess sem hann stýrði Loftkastalanum um hríð. Er þá fátt eitt nefnt af afrekum Sigurðar í íslensku leikhúsi en þrátt fyrir þetta er hann ekkert endilega á því að hann hreppi stöðuna. „Nei, ég geri nú ekki ráð fyrir því. Ég treysti Tinnu mjög vel til að halda þarna áfram. En umræðan er þörf og það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem fólk hefur verið að nefna þetta við mig.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. Menntamálaráðherra auglýsti stöðuna fyrir nokkru lausa til umsóknar en umsóknarfrestur rennur út 26. þessa mánaðar. Skipað er í stöðuna til fimm ára. Tinna Gunnlaugsdóttir, núverandi þjóðleikhússtjóri, hefur þegar lýst yfir vilja til að vera áfram. Þá hefur Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, verið orðuð við stöðuna en hún komst ekki inn á þing í síðustu alþingiskosningum. Sigurður segir Þjóðleikhúsið flaggskip íslenskrar menningar og sterkt Þjóðleikhús forsendu fyrir því að hér þrífist leiklist. Fréttablaðið greindi í upphafi viku frá svartri skýrslu um ástand hússins við Hverfisgötu, að því þyrfti að loka ef vel ætti að vera. Tinna hefur reyndar mótmælt því og ýmislegt hefur þegar verið gert sem tíundað var sem ógert í skýrslunni, svo sem vinna við ytra byrði hússins. En Sigurður sér það reyndar ekki sem óyfirstíganlegt vandamál þótt loka þyrfti húsinu um stundarsakir. „Þá má sýna í yfirgefnum banka. Leikhúsið þarf ekki að vera bygging. Ekki veitti til dæmis af að heimsækja landsbyggðina, leikhúsið til fólksins, og mætti þess vegna sýna í frystihúsi eða jafnvel togara. Auðvitað er Þjóðleikhúsið þjóðareign, eitt af fáum stofnunum sem það eru, og menn ættu ekki að þurfa að setja sig í stellingar og fara í sparifötum þangað inn,“ segir Sigurður. Hann veit ekki um aðra en Tinnu sem ætla að sækja um en hefur þó orðið var við titring í tengslum við stöðuna. „Þetta er ein af æðstu stöðum innan menningarlífs á Íslandi. Nýverið var skipt um stjórnvöld og þau taka ákvörðun um hver fær stöðuna. Og af hverju skyldu þeir sem hafa áhuga á og metnað til að vera leiðandi í íslensku menningarlífi ekki að sækja um?“ Sigurður hlýtur að teljast ágætur kandídat. Hann státar af meistaragráðu í leikhúshönnun frá Bretlandi, kenndi dramatúrgíu í South Bank University, hann hefur starfað í flestum leikhúsum landsins, er stofnandi Vesturports og starfaði þar sem leikhússtjóri auk þess sem hann stýrði Loftkastalanum um hríð. Er þá fátt eitt nefnt af afrekum Sigurðar í íslensku leikhúsi en þrátt fyrir þetta er hann ekkert endilega á því að hann hreppi stöðuna. „Nei, ég geri nú ekki ráð fyrir því. Ég treysti Tinnu mjög vel til að halda þarna áfram. En umræðan er þörf og það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem fólk hefur verið að nefna þetta við mig.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira