Erlent

Fimmtán eftirlýstir vegna óeirða í Xinjiang

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Til harðra átaka kom milli úígúra og Han-Kínverja.
Til harðra átaka kom milli úígúra og Han-Kínverja.

Kínversk yfirvöld hafa birt lista yfir fimmtán úígúra sem lýst er eftir vegna þátttöku þeirra í óeirðum í Xinjiang fyrr í mánuðinum þar sem tæplega 200 manns biðu bana. Listanum fylgir orðsending frá ráðuneyti almannaöryggis þar sem því er beint til þeirra eftirlýstu að búast ekki við að verða svo heppnir að komast upp með það, sem þeir unnu til saka, refsilaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×