Innlent

Lúðrarnir komnir á skilorð

Breki Logason skrifar
Lögreglumaður ræðir við Sturlu.
Lögreglumaður ræðir við Sturlu.

Sturla Jónsson vörubílstjóri og mótmælandi var boðaður í skýrslutöku eftir að hann beitti gaslúðrum fyrir utan Seðlabankann í morgun. Var honum tjáð að þeytingin væri brot á lögreglusamþykkt sem snéri að látum á almannafæri. Hann segir að lúðrarnir séu nú komnir á skilorð, sjálfur ætlar hann þó að halda áfram mótmælum.

„Þetta eru líklega einu lúðrarnir sem eru á skilorði. Ef ég sést aftur með þá þarna þá verða þeir teknir af mér," segir Sturla og hlær.

Hann segist sjálfur ætla að halda áfram að mæta og mótmæla með fólkinu en þá einungis með potta og pönnur.

„Ég gat lagt meira til á þennan hátt," segir Sturla sem hefur verið að flauta í mótmælum í tæpan mánuð.

Hann segist hafa heyrt frá fólki sem vinnur í bankanum að skelfilegt hafi verið að vera þar inni vegna látanna.

„Dabbi hefur bara fengið nóg og kippt í einhverja hnappa," segir Sturla og hlær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×