Enski boltinn

Risatap á rekstri Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var dýrt að gera upp samning Jose Mourinho.
Það var dýrt að gera upp samning Jose Mourinho. Nordic Photos / Getty Images

Risastórt tap var á rekstri Chelsea á síðasta rekstrarári, alls 65,7 milljónir punda eða 10,8 milljarðar króna.

Stór hluti af þessari upphæð eða 23 milljónir punda eru vegna starfsloka Jose Mourinho, Avram Grant og fimm þjálfara sem fóru frá félaginu.

Brottrekstur Luiz Felipe Scolari er þó ekki inn í þessari tölu enda var hann rekinn nú á mánudaginn en þetta á bara við síðasta rekstrarár sem lauk þann 30. júní síðastliðinn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea, alls látið 710 milljónir punda af hendi rakna í rekstur félagsins síðan hann keypti það árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×