Innlent

Hálkublettir víða - vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspá

Mynd ur safni, tengist fréttinni ekki beint.
Mynd ur safni, tengist fréttinni ekki beint.
Vegagerðin biður vegfarendur um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs ætli þeir að vera á ferðinni í kvöld því víða eru hálkublettir. Mikil hálka er á Mýrdalssandi og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli urðu tvær bílveltur þar með stuttu millibili fyrr í kvöld.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og Fróðarheiði. Á Vestfjörðum err hálkublettir í Ísafjarðardjúpi, hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Ströndum og um Arnkötludal. Þungfært er norðan Bjarnafjarðar. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði. Hálka er í Trostansfirði og á Hálfdán, hálkublettir eru á Kleifaheiði, Klettsháls og í Reykhólasveit. Ófært er um Þorskafjarðarheiði.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli og hálka á Siglufjarðarvegi, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er á Lágheiði. Hálka er á Víkurskarði. Hálka og éljagangur er á vegum á Norðausturlandi. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi.

Á Austurlandi er ófært á Hellisheiði eystri. Hálkublettir eru er á Vopnafjarðarheiði. Hálka er á Fjarðarheiði og á Fagradal. Hálkublettir eru á Oddsskarði og á Breiðdalsheiði. Ófært er á Öxi. Á Suðausturlandi er krapi og snjóþekja á vegum og snjókoma og éljagangur.

Segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×