Innlent

Hættir við drekarannsóknir

Olía. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Olía. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Orkustofnun barst í dag bréf frá Aker Exploration AS samkvæmt tilkynningu.

Í bréfinu segir að vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu hafi Aker Exploration AS ákveðið að draga til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna samkvæmt fyrsta útboði á Drekasvæðinu.

Þann 15. maí síðastliðinn rann út frestur til að sækja um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði. Orkustofnun bárust þá umsóknir frá Aker Exploration, Sagex Petroleum og Lindir Exploration

Umsókn Sagex Petroleum og Lindir Exploration er enn í vinnslu.

Auk þess veitti Orkustofnun þann 5. júní síðastliðinn bandaríska fyrirtækinu ION GX Technology leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×