Enski boltinn

Leikmenn völdu Giggs bestan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giggs var loksins valinn bestur.
Giggs var loksins valinn bestur. Nordic Photos/Getty Images

Greint var frá því í kvöld að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hefðu kosið Ryan Giggs, leikmann Man. Utd, besta leikmann úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Þetta er í fyrsta skipti sem hinn 35 ára gamli Giggs hlýtur þessi verðlaun. Aðrir sem voru tilnefndir voru Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Edwin van der Sar, Cristiano Ronaldo og Steven Gerrard.

„Það er virkilega gaman að vinna svona verðlaun þar sem andstæðingarnir kjósa mann," sagði Giggs við The Guardian.

„Ég hef verið svo lánsamur að vinna marga titla á mínum ferli. Ég var líka tvisvar valinn besti ungi leikmaðurinn en þetta er klárlega sá stóri," sagði Giggs.

Ashley Young hjá Aston Villa var valinn besti ungi leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×