Lífið

Vangaveltur um endalok U2

Bono ætlar sér að nýta ferðina til hins ítrasta. Mynd/ NordicPhotos.
Bono ætlar sér að nýta ferðina til hins ítrasta. Mynd/ NordicPhotos.
Næsta tónleikaferðalag hljómsveitarinnar U2 gæti orðið síðasta tækifæri aðdáenda til þess að berja goðin augum.

Bono, söngvari hljómsveitarinnar, hefur sagt við bresku pressuna að hann og hinir úr hljómsveitinni ætli sér að njóta ferðarinnar til hins ítrasta. Ástæðan sé sú að þessi ferð kunni að verða hin síðasta. Larry Mullen trommari hefur jafnframt sagt að hann vilji að hljómsveitin hætti á toppnum. Bæði ummælin túlkar breska pressan á þá leið að endalok hljómsveitarinnar nálgist.

„Við spilum fyrir sjálfa okkur alveg eins og við spilum fyrir almenning. Maður veit aldrei hversu lengi við getum haldið því áfram," segir Bono.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.