Innlent

Forsendur opnast fyrir frystingu eigna

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að forsendur hafi opnast fyrir frystingu eigna þeirra auðmanna sem nú hafi fengið réttarstöðu grunaðra við rannsókn sérstaks saksóknara á orsökum bankahrunsins.

Í viðtalinu bendir ráðherrann á að allstór hópur manna sé kominn með réttarstöðu grunaðra og að sú leið hafi verið farin meðal annars til að tryggja betur rannsóknarhagsmuni. Þar með opnist víðtækari réttarheimildir ef efni bjóða, eins og hann orðar það. Steingrímur vill þó ekkert segja til um hvort eignafrystingum verði beitt, það sé alfarið í höndum rannsóknaraðila.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×