Innlent

Þarf að nást samstaða um Evrópusambandið

Össur Skarphéðinsson segir að aðild að ESB hafi fengið mikinn hljómgrunn í kosningunum. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson segir að aðild að ESB hafi fengið mikinn hljómgrunn í kosningunum. Mynd/ GVA.
„Aðild að Evrópusambandinu hefur fengið miklu meiri hljómgrunn en margir áttu von á. Niðurstaðan er þannig að við erum í mjög sterkri stöðu varðandi það," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við RÚV. Þá sagði Steingrímur að það væri sögulegt að vinstri flokkarnir fengu meirihluta í kosningum. Össur sagði að Samfylkingin þyrfti að ræða við samstarfsflokkinn á morgun en það þyrfti að nást samstaða um Evrópusambandið. Það yrði reynt til þrautar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×