Erlent

Barnaníðingur krossfestur

Óli Tynes skrifar
Aftaka í Saudi-Arabíu.
Aftaka í Saudi-Arabíu.

Dómstóll í Saudi-Arabíu hefur staðfest þann dóm yfir barnaníðingi þar í landi að hann skuli krossfestur. Maðurinn nauðgaði fimm smábörnum og skildi eitt þeirra eftir í eyðimörkinni til þess að deyja.

Níðingurinn var handtekinn fyrr á þessu ári eftir að lögreglan fékk vísbendingar frá sjö ára strák sem var eitt fórnarlamba hans. Barnið sem hann skildi eftir í eyðimörkinni var þriggja ára gamalt.

Í Saudi-Arabíu þýðir krossfesting að hinn dæmdi er fyrst hálshöggvinn opinberlega. Lík hans er síðan bundið á kross og haft til sýnis opinberlega.

Fjörutíu manns hafa verið teknir af lífi í Saudi-Arabíu það sem af er þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×