Innlent

Bíll fór út af veginum í Álftafirði á Vestfjörðum

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 17:28 í dag.
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 17:28 í dag.
Fjórir einstaklingar voru um borð í bíl sem fór út af veginum í austanverðum Álftafirði á Vestfjörðum nú um klukkan hálf sex. Ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir eða hve mikið. Að minnsta kosti einn farþegi var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.

Bíllinn fór út af veginum og hafnaði út í fjöru. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir og ekki er vitað um orsakir slyssins.

Allt tiltækt lögreglulið á Ísafirði, auk sjúkrabíla og tækjabíls voru send á vettvang. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 17:28 að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×