Erlent

Ruddust vopnaðir inn á heimili

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Sakskøbing á Lálandi leitar tveggja manna sem ruddust inn á heimili rúmlega sextugrar konu snemma í morgun, vopnaðir skammbyssu, og heimtuðu peninga ásamt bíllyklum konunnar. Hún þorði ekki annað en að verða við óskum þeirra og hurfu þeir á brott í bíl hennar en skildu eftir annan bíl sem þeir höfðu komið á. Fjölmiðlar hafa birt lýsingu á mönnunum og leitar fjölmennt lið lögreglu þeirra nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×