Innlent

Davíð Oddsson mættur á landsfund ásamt Ástríði

Davíð Oddsson var kampakátur þegar hann mætti á landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Davíð Oddsson var kampakátur þegar hann mætti á landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Fyrrverandi Seðlabankastjórinn, formaður Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, er mættur á landsþing Sjálfstæðisflokksins í Laugardalnum.

Hann mætti þar fyrir stundu ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Sjálfstæðismenn tóku vel á móti sínum gamla foringja, á myndinni má meðal annars sjá Árna Johnsen, þingmann Suðurkjördæmis, heilsa honum með virktum.

Davíð var formaður Sjálfstæðisflokksins 1991 til 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×