Innlent

Ósátt sóknarbörn afhentu undirskriftalista

Karen Kjartansdóttir. skrifar

Sóknarbörn á Selfossi mættu á Biskupsstofu í dag og afhentu undirskriftir bæjarbúa sem krefjast þess að fá að kjósa sér sóknarprest. Þau segja Selfyssinga eiga það skilið eftir allt það sem á undan er gengið í sókninni.

Mikil átök hafa verið í Selfossprestakalli undanfarin misseri sem hófust þegar séra Gunnar Björnsson var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum.

Gunnar bað um leyfi á meðan mál hans voru til rannsóknar og séra Óskar H. Óskarsson hóf störf sem aflýsingaprestur.

Mikil ánægja ríkti í sókninni með hans störf og munu margir hafa búist við því hann fengi stöðu sóknarprests þegar staðan yrði auglýst eins og til stóð, eftir að niðurstaða náðist um að séra Gunnar snéri ekki aftur. Þótt hann hafi sýknaður í Hæstarétti.

En í 12. þessa mánaðar ákvað Kirkjuráð að sameina Hraungerðis- og Selfossprestakall. Það hefur í för með sér að presturinn í Hraungerði verður sjálfkrafa sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Þetta reitti sóknarbörnin á Selfossi til reiði og hófu þau undirskriftasöfnun til að mótamæla ákvörðun Kirkjuráðs.

Sóknarbörnin skora á biskup um að Selfyssingar fái að kjósa sér nýjan prest í almennum prestskosningum til að skapa traust í sókninni. Það sé sérstaklega nauðsynlegt í því árferði sem nú ríkir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×