Lífið

Minna prjál á Cannes

Óskarsverðlaunahafinn Pedro Almodova í Cannes.
Óskarsverðlaunahafinn Pedro Almodova í Cannes. Mynd/AP
Það verður ögn minni glansi á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi þetta árið í ljósi alheimskreppunnar. Færri veislur verða og minni í sniðum auk þess sem nær engin eftirspurn er eftir leigu á lúxussnekkjum fyrir stjörnurnar og fyrirtæki sem vilja selja og kaupa kvikmyndir á hátíðinni. Stóru Hollywood kvikmyndaverin hafa einnig ákveðið að kynna stór sumarsmellina sína þetta árið annars staðar og spara þannig kostnað en Cannes hefur hin síðari ár verið vettvangur umfangsmikilla kynninga á þeim myndum sem eiga að laða gesti í kvikmyndahús um allan heim yfir sólríka sumarmánuðina.

Cannes-kvikmyndahátíðin hefst á miðvikudaginn og stendur í tólf daga og fyrst spennan verður minni um að sjá stjörnurnar á rauða dreglinum verður athyglin að beinast að því sem málið sýnst í raun um, það er aðal keppnina á hátíðinni og hvaða myndir hreppa verðlaun.

Spennan um hvaða mynd hreppir Gullpálmann eftirsótta verður mikil en það eru engir aukvisar sem eiga myndir í baráttunni um hann. Þar á meðal er Quentin Trantion með stríðsmyndina Inglourious Basterds, Daninn Lars von Trier með spennutryllinn Antichrist og Ken Loach með myndina Looking for Eric sem fjallar um bréfbera sem dreymir dagdrauma um hetjuna sína franska knattspyrnumanninn Eric Cantona hjá breska knattspyrnuliðsins Manchester United. Myndin gerist þegar Cantona var að leika með liðinu og leikur Frakkinn sjálfan sig í myndinni.

Einnig eiga óskarsverðlaunahafarnir Pedro Almodovar, Jane Campion og Ang Lee myndir í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.