Buff leikur lög Magga Eiríks 2. september 2009 07:00 Hljómsveitin Buff er að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks.fréttablaðið/pjetur Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira