Lífið

Hundraðasta myndin í bígerð

Hasarhetjan snjalla er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð sem nefnist Chinese Zodiac.
Hasarhetjan snjalla er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð sem nefnist Chinese Zodiac.

Hasarhetjan Jackie Chan er með sína hundruðustu kvikmynd í bígerð. Myndin nefnist Chinese Zodiac og ætlar Chan að leikstýra henni ásamt Stanley Tong, sem leikstýrði honum á sínum tíma í Rumble in the Bronx.

Chan, sem er 55 ára, er þessa dagana að ljúka við Hollywood-myndina The Spy Next Door, þar sem Magnús Scheving leikur á móti honum, og einnig hina kínversku Big Soldier. Eftir að framleiðslu þeirra lýkur er röðin komin að Chinese Zodiac, sem verður tekin upp í Kína, Austurríki og í Frakklandi. Chan hefur einnig verið í viðræðum um að leika Hr. Miyagi í endurgerð The Karate Kid frá árinu 1984.

Það er því greinilegt að þessi brosmilda hetja er ekkert á því að fara að slaka á þrátt fyrir að vera við það að rjúfa hundrað mynda-múrinn.

Stutt er síðan kappinn hélt því fram að frelsi væri ekkert endilega gott fyrir Kína, sem er þekkt kommúnistaríki. Ummælin vöktu mikla athygli og var Chan sagður hafa móðgað kínversku þjóðina með orðum sínum. Sjálfur sagði hann að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi því hann meinti frelsi í afþreyingariðnaðinum en ekki á meðal kínversku þjóðarinnar í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.