Enski boltinn

Keane byrjaði á öruggum sigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane fékk óskabyrjun.
Keane fékk óskabyrjun. Nordic Photos/Getty Images

Roy Keane var fljótur að hafa góð áhrif á lið Ipswich Town því liðið vann öruggan 0-3 sigur á Cardiff á útivelli í fyrsta leiknum undir stjórn Keane.

„Ég hef haft þá tilfinningu í þann stutta tíma sem ég hef verið hér að leikmenn væru að bregðast vel við því sem ég er að segja. Þeir vilja enda tímabilið vel en ekki rúlla í gegnum lokakaflann í hlutlausum gír," sagði Keane.

Cardiff klúðraði víti á 12. mínútu og eftir það var leikurinn eign Ipswich.

„Ég var mjög slakur í stöðunni 3-0 en í 0-0 og þeir fengu víti var ekki það sama upp á teningnum. Ég verð að gefa Cardiff að þeir hafa átt flott tímabil en snúningspunkturinn í dag var vítið sem þeir klúðruðu," sagði Keane að lokum.

Ipswich er í níunda sæti ensku 1. deildarinnar en Cardiff í því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×