Lífið

Bókamarkaður í Perlunni í dag

Bókakarlinn
Bókakarlinn

Í dag, laugardaginn 28. febrúar, hefst hinn sígildi og árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Þar segir ennfremur að bókamarkaðurinn hafi verið við lýði næstum samfleytt frá því í lok sjötta áratugar síðustu aldar og táknmynd hans, glaðbeitti bókakarlinn, sé greipt í huga íslensks almennings.

Bókamarkaðurinn er besta tækifæri sem völ er á til að sjá á einum stað það sem til er af bókum á íslensku, en í boði eru yfir 10.000 titlar "í plastinu" auk annarra 10.000 titla sem seldir eru af fornbókasölum.

Úrval nýlegra bóka sem komið hafa út á síðustu mánuðum og misserum hefur einnig aukist til muna og eru þær allar seldar með að minnsta kosti 50% afslætti.

Bókamarkaðurinn stendur til sunnudagsins 15. mars og er opinn daglega frá 10 til 18.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.