Fjölskylda berst í bökkum Valur Grettisson skrifar 13. febrúar 2009 11:39 Frá Ísafirði. MYND/Vilmundur Hansen „Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
„Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira