Fjölskylda berst í bökkum Valur Grettisson skrifar 13. febrúar 2009 11:39 Frá Ísafirði. MYND/Vilmundur Hansen „Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira