Innlent

Grófst upp að höndum í Dagmálalág

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Snjóflóð féll í Dagmálalág í Húsavíkurfjalli, rétt ofan við skíðasvæðið rétt eftir hádegi í dag. Tveir piltar lentu í flóðinu en þeir voru á göngu upp fjallið þegar flóðið féll. Annar þeirra grófst upp að höndum í flóðinu en að sögn lögreglu varð þeim ekki meint af.

Þeir héldu síðan för sinni áfram upp fjallið og renndu sér síðan niður á snjóbrettum. Lögregla segir afar varhugavert að vera á ferð í Dagmálalág sem er þekktur snjóflóðastaður. Undanafarna daga hafa nokkur smáflóð fallið á svæðinu.

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út og var hún komin á staðinn örfáum mínútum síðar með leitarhund auk þess sem bæjarbúar komu til aðstoðar.

Guðbergur Ægisson formaður björgunarsveitarinnar segir að björgunarsveitarmenn telji sig hafa leitað af sér allan grun um að enginn hafi lent í flóðinu. Hundur er á leiðinni að flóðinu til þess að kemba svæðið til öryggis en flóðið er um 70 metrar á lengd og 15 til 20 metrar á breidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×