Innlent

Myndirnar skipta hundruðum

Á vettvangi Júlíus íklæddur jakka slökkviliðsins við myndatökur.
Fréttablaðið / Pjetur
Á vettvangi Júlíus íklæddur jakka slökkviliðsins við myndatökur. Fréttablaðið / Pjetur

Ljósmyndirnar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur keypt af Júlíusi Sigurjónssyni, ljósmyndara Morgunblaðsins, skipta hundruðum, að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Stefáni er hins vegar ekki kunnugt um að lögreglan hafi nokkru sinni keypt mynd af öðrum ljósmyndara til afnota í ársskýrslum, á vefnum eða við önnur tækifæri.

„Samkvæmt samkomulagi við hann höfum við aðgang að öllum hans myndum sem hann á af lögreglumönnum og starfsmönnum embættisins við störf og getum notað þær ótakmarkað í okkar útgáfur," segir Stefán.

Fram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Júlíus starfar fyrir lögreglu og slökkvilið samhliða því að vera ljósmyndari Morgunblaðsins. Forsvarsmenn annarra fjölmiðla hafa kvartað yfir því að það skekki samkeppnisstöðu fjölmiðlanna. Júlíus hafi greiðari aðgang að vettvangi embættanna. Meðal annars hafi hann margsinnis myndað innan afgirtra svæða á vettvangi, þar sem aðrir ljósmyndarar fá ekki að fara, í klæðnaði frá embættunum.

Í Staksteinum Morgunblaðsins á sunnudag segir ritstjórn blaðsins að Júlíus njóti einfaldlega sambanda sem hann hafi myndað á löngum tíma við lögreglu. - sh




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×