Lífið

Þegar ég dett í froðudiskóið verð ég kolvitlaus

Egill er staddur í Lissabon ásamt Audda þar sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á pókermóti.
Egill er staddur í Lissabon ásamt Audda þar sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á pókermóti.

„Ég er bara staddur á kasinóinu núna, var að klára nudd og sánuna og er að róa mig aðeins niður fyrir mótið. Það er mjög mikilvægt að vera afslappaður," svarar Egill Einarsson sem er staddur í Lissabon á pókermóti þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd.

„Landsliðið hittist áðan yfir hádegismat þar sem farið var yfir allt fyrir mótið sem stendur yfir í þrjá daga," segir Egill.

Egill og Auddi gista á 5 stjörnu hóteli í Lissabon.

„Það er algengur misskilningur að bara lúðar spili póker. Allir í landsliðinu eru gæjar sem taka 170 í bekk og allir eru fáránlega myndarlegir. Annars væri ég ekkert í þessu. Ég nenni ekki að standa í neinu lúðakjaftæði."

„Við erum hérna í 25 stiga hita og sól og það er eins og fólk hafi ekki áður séð hávaxinn ljóshærðan mann áður," segir Egill.

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger eða Störe.

„Við spilum frá klukkan þrjú til þrjú og síðan er farið á froðudiskótek í kvöld," útskýrir Egill aðspurður um dagskrána í dag.

Dansar þú? „Þú sérð mig ekki oft dansa á dansgólfinu en þegar ég dett í froðudiskóið þá verð ég kolvitlaus og fer úr að ofan. Ég er nefnilega frábær dansari með massaðar hreyfingar," segir Egill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.