Innlent

Nær þúsund fengu ríkisfang

 Á árinu 2008 fengu 979 íslenskt ríkisfang, þar af veitti Alþingi 31 ríkisborgararétt. Flestir koma frá Póllandi, eða 166 talsins, 125 komu frá Filippseyjum og 106 frá Serbíu. Frá Taílandi kom 61 og 55 frá Víetnam og 37 Rússar.

Um áramótin tók gildi ákvæði um að umsækjandi að ríkisborgararétti skuli hafa staðist próf í íslensku. Til að fá réttinn þarf umsækjandi að hafa haft lögheimili hér í sjö ár, en ákveðnar aðstæður geta stytt þann tíma. Sé viðkomandi í hjúskap eða staðfestri sambúð við ríkisborgara, þarf hann að hafa haft lögheimili í þrjú ár frá giftingu.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×