Fótbolti

Ronaldo er klár eftir eins árs fjarveru

Ronaldo fer brátt að spila með Corinthians í heimalandinu
Ronaldo fer brátt að spila með Corinthians í heimalandinu AFP

Brasilíska goðsögnin Ronaldo segist vera klár í að byrja að spila með liði sínu Corinthians, einu ári eftir að hann meiddist illa á hné í leik með AC Milan.

Ronaldo táraðist þegar hann var borinn af velli í leik gegn Livorno þann 13. febrúar í fyrra og svartsýnustu menn spáðu því að ferill hans væri á enda.

"Endurhæfingin var ekki erfiðari og ekki léttari en hinar," sagði framherjinn, sem meiddist á svipaðan hátt á hné árinu 1999 og 2000.

"Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað mér að hafa farið í gegn um þetta áður. Þegar þetta kom fyrir mig fyrst, vissi ég ekki hvað beið mín á degi hverjum. Í fyrsta uppskurðinum missti ég nokkurn liðleika í hnénu en ég lenti ekki í neinu slíku núna," sagði Ronaldo.

Sjúkraþjálfari Ronaldo segir að leikmaðurinn hafi íhugað að hætta að spila knattspyrnu fyrst eftir að hann meiddist.

"Hann hugsaði um það fyrsta mánuðinn og vildi ekki halda áfram ef útlit væri fyrir að hann gæti ekki náð sér að fullu," sagði sjúkraþjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×