Enski boltinn

Guðlaugur líkist ungum Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í búningi Liverpool.
Guðlaugur Victor Pálsson í búningi Liverpool.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, finnst að Guðlaugur Victor Pálsson líkist sjálfum sér þegar hann var ungur knattspyrnumaður.

Guðlaugur verður átján ára nú í apríl næstkomandi en hann gekk til liðs við Liverpool frá AGF í Danmörku nú skömmu eftir áramót.

Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Guðlaugs Victors, sagði í samtali við danska fjölmiðla að nafna sínum hefði gengið vel á sínum fyrstu vikum hjá Liverpool.

„Hann hefur aðlagast félaginu mjög fljótt sem hefur komið mönnum á óvart. Ég átti alveg von á því að það myndi gerast því Guðlaugur Victor er með hárrétt hugarfar fyrir enska knattspyrnu."

Hann sagði einnig að móðir og systir Guðlaugs Victors munu flytja til Liverpool nú um helgina.

„Hann fékk svo að heyra frá Steven Gerrard að honum þótti Guðlaugur Victor minna hann á sjálfan sig þegar hann var ungur knattspyrnumaður. Það er ekki slæmt hrós."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×