Innlent

Um 600 manns voru á Hótel Loftleiðum þegar eldur kom upp

Rýma þurfið hótelið. Mynd/ Anton.
Rýma þurfið hótelið. Mynd/ Anton.

Hótel Loftleiðir var rýmt nú undir kvöld þegar að eldur kom upp á einu salerninu þar. Að sögn Eiríks Becks, öryggisstjóra á Hótel Loftleiðum, voru um 600 manns á hótelinu. Þar af 350 gestir, 200 í ráðstefnusal og auk þess nokkrir í veislusal og sundlaug.

„Þetta fólk fór út úr hótelinu á þremur til fjórum mínútum. Við erum ákaflega stolt af þessu enda búin að æfa þetta," segir Eiríkur. Hann telur að viðbrögð starfsmanna hótelsins hafi verið til mikillar fyrirmyndar, en á hótelinu eru viðbrögð við eldi æfð á 90 daga fresti.

Eldurinn á hótelinu var minniháttar og að sögn Eiríks eru skemmdir jafnframt minniháttar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×