Innlent

Milljón krónur í fyrsta túr

Þjóðarskútan. Hér eru Víkurvagnsmennirnir Sveinn Rúnar Þórarinsson og Jóhannes með Þjóðarskútuna áður en hún lagði á Smáramið.
fréttablaðið/stefán
Þjóðarskútan. Hér eru Víkurvagnsmennirnir Sveinn Rúnar Þórarinsson og Jóhannes með Þjóðarskútuna áður en hún lagði á Smáramið. fréttablaðið/stefán

 „Þjóðarskútan er komin af Smáramiðum með fullfermi, eða rúma milljón, sem fer beint til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Jóhannes V. Reynisson hjá Víkurvögnum en þeir Víkurvagnsmenn voru að opna Þjóðarskútuna, svokölluðu, í fyrradag en þá hafði hún verið í Smáralind í 58 daga.

Í nóvember ákváðu þeir að smíða skútu sem í raun er stór baukur og hafa gestir Smáralindar verið örlátir á aurinn. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir rausnarskap gestanna og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, var ekki síður ánægð og þakklát þegar komið var með aflann,“ segir Jóhannes. Hann segir ekki víst hvert á mið þjóðarskútan haldi næst. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×