Enski boltinn

Darren Bent orðinn óþolinmóður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Bent í leik með Tottenham.
Darren Bent í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Darren Bent segist ekki ætla að eyða öðru tímabili hjá Tottenham ef hann fær ekki meira að spila með liðinu en að undanförnu.

Síðan að Jermain Defoe og Robbie Keane komu aftur til Tottenham hefur Bent lítið sem ekkert fengið að síða og aðeins verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu sextán leikjum liðsins.

Sunderland sýndi honum áhuga í síðasta mánuði en Bent sagði í samtali við enska fjölmiðla að hann hefði rætt við Harry Redknapp knattspyrnustjóra um málið.

„Ég er ekki einn af þessum leikmönnum sem getur setið hjá á meðan að ferillinn líður hjá," sagði Bent. „Ég ætla að halda áfram að banka á dyrnar. Það er ekki eins og að ég sé ekki í leikmannahópnum. En ég þarf að spila fleiri leiki og vil spila meiri knattspyrnu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×