Erlent

Sameinast gegn Google

Vinna saman að leitarvél sem á að vera  samkeppnishæf við Google. Mynd/AFP
Vinna saman að leitarvél sem á að vera samkeppnishæf við Google. Mynd/AFP

Yahoo og Microsoft hafa hafið samstarf sem mun fela í sér að fyrirtækin muni vinna saman í samkeppni gegn Google í leitarvélum á internetinu. Google er með um 65 prósenta markaðshlutdeild meðal netnotenda en Yahoo og Microsoft eru samanlagt með um 30 prósent.

Samningurinn er til tíu ára og talið er að töluverðar uppsagnir séu fram undan hjá Yahoo sem hefur sýnt lítinn hagnað undanfarið. Microsoft hafði áður reynt að kaupa Yahoo en ekki náðst sættir um kaupverð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×