Innlent

Óttast að sérfræðiþekking á neyðarmóttöku tapist

Helga Arnardóttir skrifar
Til stendur að læknar slysadeildar sinni störfum fyrir neyðarmóttöku nauðgana í stað sérfræðinga hennar sem hafa áralanga reynslu af nauðgunarmálum. Þetta er liður í niðurskurði Landspítalans og óttast verkefnastjóri neyðarmóttökunnar að sérfræðiþekking tapist sem bitni á fórnarlömbum nauðgana.

Neyðarmóttaka vegna nauðgana er gjaldfrjáls þjónusta fyrir alla sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hátt í tvö þúsund Íslendingar hafa nýtt sér þjónustuna frá því að móttakan var stofnuð 1993. Vitnisburður hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa móttökunnar hefur einnig verið mikilvægur í dómsmálum vegna kærðra nauðgana, sem og sönnunargögn vegna læknisskoðana sem hafa verið framkvæmdar þar.

Um 27 milljónir fara í rekstur neyðarmóttökunnar á ári og til stendur að skera niður um sex til sjö milljónir króna segir Eyrún Jónsdóttir verkefnastjóri hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×