Geir segir glapræði að kjósa í vor 22. janúar 2009 05:00 Það væri „mikið glapræði" að efna til kosninga nú, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll í gær. Að sögn Geirs var um hefðbundinn þingflokksfund að ræða en ekki viðbrögð við atburðum síðustu daga. „Við erum að vinna okkar störf eins og gert er ráð fyrir." Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði Geir svo ekki vera, það hefðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfest í samtali fyrr um daginn. Geir telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga eins og sakir standa. „Það væri gríðarlegt ólán fyrir allan almenning í landinu, fyrir þá sem hugsanlega eru að missa vinnuna, fyrirtækin sem eru að berjast í bökkum, því það væri ekki hægt að klára stóru málin sem snúa að bönkunum, erlendum lánardrottnum og öllum þeim verkefnum sem fram undan eru. Að hlaupa frá því núna til að kalla á kosningar í vor væri mikið glapræði." Um mótmælin í gær og í fyrradag sagði Geir að hann teldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á ró; fólk hafi fullan rétt á að mótmæla, en brjóti fólk af sér sjái lögreglan um það. „Lögreglan hefur staðið sig afar vel í þessum erfiðu aðstæðum, sýnt mikla þolinmæði og stjórnvisku, finnst mér, og við vonum að hún haldi áfram að ráða við sín verkefni." Geir gerir lítið úr áhrifum mótmælanna á störf Alþingis; þingið hafi haldið sínu striki á þriðjudag og fundað meðan ástæða þótti til. Fundi hafi hins vegar verið frestað í gær til þess að geta betur undirbúið umræðu um efnahagsmál í dag. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um aðra helgi. Geir segir það óbreytt að hann ætli að gefa kost á sér í formannsembætti. Hann hefur ekki áhyggjur af því að mótmælendur setji strik í reikninginn. „Við vitum ekkert hvernig það verður. Ég held að það þurfi allir að reyna að róa sig niður í þessum efnum. Þó að fólk hafi fullan rétt á því að mótmæla þá er það ekki við hæfi að gera aðsúg að valdastofnunum samfélagsins eins og gert hefur verið."bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Það væri „mikið glapræði" að efna til kosninga nú, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll í gær. Að sögn Geirs var um hefðbundinn þingflokksfund að ræða en ekki viðbrögð við atburðum síðustu daga. „Við erum að vinna okkar störf eins og gert er ráð fyrir." Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði Geir svo ekki vera, það hefðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfest í samtali fyrr um daginn. Geir telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga eins og sakir standa. „Það væri gríðarlegt ólán fyrir allan almenning í landinu, fyrir þá sem hugsanlega eru að missa vinnuna, fyrirtækin sem eru að berjast í bökkum, því það væri ekki hægt að klára stóru málin sem snúa að bönkunum, erlendum lánardrottnum og öllum þeim verkefnum sem fram undan eru. Að hlaupa frá því núna til að kalla á kosningar í vor væri mikið glapræði." Um mótmælin í gær og í fyrradag sagði Geir að hann teldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á ró; fólk hafi fullan rétt á að mótmæla, en brjóti fólk af sér sjái lögreglan um það. „Lögreglan hefur staðið sig afar vel í þessum erfiðu aðstæðum, sýnt mikla þolinmæði og stjórnvisku, finnst mér, og við vonum að hún haldi áfram að ráða við sín verkefni." Geir gerir lítið úr áhrifum mótmælanna á störf Alþingis; þingið hafi haldið sínu striki á þriðjudag og fundað meðan ástæða þótti til. Fundi hafi hins vegar verið frestað í gær til þess að geta betur undirbúið umræðu um efnahagsmál í dag. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um aðra helgi. Geir segir það óbreytt að hann ætli að gefa kost á sér í formannsembætti. Hann hefur ekki áhyggjur af því að mótmælendur setji strik í reikninginn. „Við vitum ekkert hvernig það verður. Ég held að það þurfi allir að reyna að róa sig niður í þessum efnum. Þó að fólk hafi fullan rétt á því að mótmæla þá er það ekki við hæfi að gera aðsúg að valdastofnunum samfélagsins eins og gert hefur verið."bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira