Mikilvægt fyrir Ísland að vera í NATO 18. júní 2009 03:15 Er á Íslandi í þriðja sinn og segir mikilvægt fyrir Ísland að vera hluti af NATO. Hver þjóð sé mikilvæg á sinn hátt. fréttablaðið/valli Varnarmál Lawrence Chalmer er yfirmaður Menntunarstofnunar NATO og er á Íslandi í þessari viku til að eiga fund með þingmönnum og yfirmönnum hjá Varnarmálastofnun Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands. Fréttablaðið tók viðtal við hann um stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og um störf hans í þágu bandalagsins. Chalmer segir NATO hafa vaxið mikið á undanförnum árum og áratugum. Upphaflega hafi þjóðirnar verið 12 árið 1949, en í dag eru þær 28. Verkefni NATO hafa verið að þróast og hefur NATO meðal annars hjálpað til við ástandið í Afganistan og gefið peninga til þróunaraðstoðar eftir flóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu. Nýlega vann NATO með Afríkuráðinu vegna ástandsins í Súdan. „Ýmis verkefni sem NATO hefur verið að vinna að eru einhver sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að NATO væri að vinna að," segir Chalmer. Hann segir að jafnvel eftir tuttugu ár muni NATO vera að vinna að verkefnum sem við gætum ekki séð fyrir í dag hver væru. Bandalagið sé ört stækkandi og verkefnin fjölbreytt. Mikilvægt er fyrir Ísland að vera í NATO, að mati Chalmers. „Hver þjóð kemur með eitthvað til starfsemi NATO, hvort sem það er læknisfræðilegt, varnarmálatengt eða annað því um líkt," segir Chalmer. Hver og ein þjóð innan bandalagsins er mikilvæg á sinn hátt að mati Chalmers. Þjóðirnar vinni betur saman en hver í sínu lagi. „NATO er ekki yfirþjóðlegt bandalag sem fer inn á valdsvið aðildarríkjanna. Hver þjóð getur valið um hvort hún er hluti af bandalaginu," segir Chalmer. Chalmer vinnur fyrir Menntunarstofnun NATO í Washington. Þar fer meðal annars fram undirbúningur fyrir þá sem munu starfa fyrir NATO. „Við kynnum fólkið fyrir þeim áskorunum sem þau geta staðið frammi fyrir," segir Chalmer um hlutverk menntunarstofnunarinnar. Hann rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi hann fengið íslenskan fyrirlesara til að tala við nemendur sína. Nemendunum hafi fundist gott og mikilvægt að heyra sjónarmið Íslands. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Varnarmál Lawrence Chalmer er yfirmaður Menntunarstofnunar NATO og er á Íslandi í þessari viku til að eiga fund með þingmönnum og yfirmönnum hjá Varnarmálastofnun Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands. Fréttablaðið tók viðtal við hann um stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og um störf hans í þágu bandalagsins. Chalmer segir NATO hafa vaxið mikið á undanförnum árum og áratugum. Upphaflega hafi þjóðirnar verið 12 árið 1949, en í dag eru þær 28. Verkefni NATO hafa verið að þróast og hefur NATO meðal annars hjálpað til við ástandið í Afganistan og gefið peninga til þróunaraðstoðar eftir flóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu. Nýlega vann NATO með Afríkuráðinu vegna ástandsins í Súdan. „Ýmis verkefni sem NATO hefur verið að vinna að eru einhver sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að NATO væri að vinna að," segir Chalmer. Hann segir að jafnvel eftir tuttugu ár muni NATO vera að vinna að verkefnum sem við gætum ekki séð fyrir í dag hver væru. Bandalagið sé ört stækkandi og verkefnin fjölbreytt. Mikilvægt er fyrir Ísland að vera í NATO, að mati Chalmers. „Hver þjóð kemur með eitthvað til starfsemi NATO, hvort sem það er læknisfræðilegt, varnarmálatengt eða annað því um líkt," segir Chalmer. Hver og ein þjóð innan bandalagsins er mikilvæg á sinn hátt að mati Chalmers. Þjóðirnar vinni betur saman en hver í sínu lagi. „NATO er ekki yfirþjóðlegt bandalag sem fer inn á valdsvið aðildarríkjanna. Hver þjóð getur valið um hvort hún er hluti af bandalaginu," segir Chalmer. Chalmer vinnur fyrir Menntunarstofnun NATO í Washington. Þar fer meðal annars fram undirbúningur fyrir þá sem munu starfa fyrir NATO. „Við kynnum fólkið fyrir þeim áskorunum sem þau geta staðið frammi fyrir," segir Chalmer um hlutverk menntunarstofnunarinnar. Hann rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi hann fengið íslenskan fyrirlesara til að tala við nemendur sína. Nemendunum hafi fundist gott og mikilvægt að heyra sjónarmið Íslands.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira