Innlent

Fyrsta skóflustungan að skóla í Úlfarsárdal

Hanna Birna tekur fyrstu skóflustunguna. Með á myndinni eru þau Jórunn Frímannsdóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Bergsson.
Hanna Birna tekur fyrstu skóflustunguna. Með á myndinni eru þau Jórunn Frímannsdóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Bergsson.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstóri í Reykjavík, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla sem staðsettur er við Úlfarsbraut 118 - 120 í Úlfarsárdal.

Í því húsnæði sem um ræði verður fyrst í stað samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1.- 4. bekk, ásamt frístundaheimili. Skólinn er fyrsta þjónustubygging borgarinnar í Úlfarsárdal og tekur hann til starfa í ágúst 2010.

Jarðvegsvinnutæki voru mætt á staðinn og verktakar tilbúnir til að hefjast handa.

Leikskólabyggingin er 920 fermetrar og áætlaður heildarkostnaður við byggingu og lóð er um 460 milljónir króna.

Verkefnisstjórn er á hendi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar; og verkfræðihönnun er hjá Mannviti og Teiknistofunni Óðinstorgi. Um hönnun sá Arkþing ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×