Innlent

Mikið um útstrikanir í Reykjavík

Fyrrum formaður Samfylkingarinar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var mikið strikuð út samkvæmt RÚV, en ekki er búið að birta nákvæmar tölur um útstrikanir. Það verður ekki get fyrr en eftir helgi. Athygli vekur að Ingibjörg er mikið strikuð út en hún vermdi síðasta sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Fleiri úr sama kjördæmi sem voru nefndir og mikið strikaðir út, voru þeir Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson. Þá vakti talsverða athygli að Þráinn Bertelsson var mikið strikaður út, slíkt er óvanalegt þar sem Borgarahreyfingin er að bjóða sig fram í fyrsta skiptið.

Það sama var upp á teningnum í Reykjavík suður. Mikið var strikað út hjá öllum stærstu flokkunum, þá sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum. Efsta sæti flokksins vermir Guðlaugur Þór Þórðarson sem var mikið í umræðunni vegna styrkjamálsins svokallaða. Ekki kæmi á óvart ef til tíðinda drægi vegna þess eftir helgi þegar útstirkanir verða kunngerðar.

Þá er vert að rifja upp þegar Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra var strikaður út af fjölmörgum sem varð til þess að hann var færður niður um eitt þingsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×