Innlent

Viðbúnaður við Hallgrímskirkju

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu upp úr 18:00 í kvöld frá manni sem sagðist vera uppi í Hallgrímskirkjuturni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mátti á manninum skilja að hann ætlaði að hoppa niður úr turninum sem er umlukinn byggingarstillönsunum.

Lögregla lokaði svæðinu og hóf leit að manninum sem var ekki á svæðinu þegar lögreglu bar að garði. Lögregla fór því fljótlega af vettvangi eftir að hafa tryggt að enginn væri uppi í turninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×