Erlent

Ekkert umburðarlyndi á Íslendingahátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður ekkert umburðarlyndi sýnt af hálfu lögreglunnar á Íslendingahátíðinni í Gimli í Kanada um næstu helgi. Lögreglan mun koma í veg fyrir neyslu áfengis á almannafæri, drykkju ungmenna og almennar óspektir hvar sem slík athæfi sjást.

„Á hverju ári nálgumst við hátíðina með ákveðinni aðgerðaráætlun sem er svo endurskoðuð strax á eftir," segir Wes Olsen lögreglustjóri vegna málsins í The Interlake Spectator. Hann bendir á að morð hafi verið framið á þessum tíma í fyrra og það hafi þýtt endurmat á allri áætluninni. Hann segist ætla að beita nokkrum nýjum úrræðum í forvarnarskyni í stað þess að fljóta með straumnum.

Þá ætlar Olsen að fjölga fótgangandi lögreglumönnum og lögreglumönnum á hjólum á þungum umferðargötum þar á meðal Gimli ströndinni og í miðbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×