Enski boltinn

Defoe: Baulið fær mig til þess að leggja harðar að mér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe. Nordic photos/AFP

Framherjinn Jermain Defoe hefur sýnt allar sínar bestu hliðar með Tottenham í upphafi keppnistímabilsins á Englandi en félagið hefur unnið báða leiki sína til þessa í deildinni, gegn Liverpool og Hull.

Í dag heimsækja Defoe og félagar hans í Tottenham Upton Park-leikvanginn og mæta þar West Ham í sannkölluðum Lundúnaslag.

Defoe lék á sínum tíma með West Ham og má búast við því að fá óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum félagsins sem hafa alls ekki fyrirgefið honum fyrir að yfirgefa herbúðir félagsins þegar það féll úr efstu deild eftir tímabilið 2002-2003.

Defoe er þó hvergi banginn þó svo hann fái hárblasturs meðferð frá 30 þúsund stuðningsmönnum West Ham í dag og hlakkar mikið til leiksins.

„Þú getur talað við hvaða leikmann sem er sem er að snúa aftur og spila gegn sínu gamla félagi að ef baulað er á hann þá mun hann leggja sig enn meira fram. Ég veit alveg hvað býður mín en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég naut þess mjög að spila fyrir West Ham og átti góðan tíma hjá félaginu. Ég hlakka mjög til leiksins og vonandi náum við að vinna," sagði Defoe á blaðamannafundi í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×