Innlent

Minna atvinnuleysi hjá rafiðnaðarmönnum

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins.
Atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna er töluvert minna en almennt gerist á vinnumarkaðnum eða 4,3 prósent samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september. En almennt atvinnuleysi í landinu er hins vegar um 9 prósent.

83 prósent félagsmanna eru fastráðnir, 4 prósent lausráðnir og 1,3 prósent eru á uppsagnarfresti. Heldur hefur dregið úr yfirvinnu hjá rafiðnaðarmönnum milli ára og að teknu tilliti til þess hafa heildarlaun þeirra staðið í stað milli ára.

Heildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf og þeirra sem hafa meiri menntun en sveinspróf hafa lækkað um 4 prósent milli ára, en þegar tekið er tillit til minni yfirvinnu á þessu ári, hafa heildarlaun þeirra hækkað um 1,1 prósent til 5,1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×