Innlent

Ölvaðir ökumenn á villigötum

Tvennt var tekið grunað um ölvun við akstur með innan við klukkustundar millibili, milli klukkan tvö og þrjú í nótt. Í báðum tilfellum var tilkynnt um athæfið af borgurum, þar sem sást til viðkomandi þar sem þau ölvuðu lentu í óhappi á bifreiðum sínum að sögn lögreglu.

Í öðru tilvikinu var kona á miðjum aldri ökumaður og ók hún á grindverk. Konan fór af vettvangi en náðist skammt frá. Í hinu tilvikinu ók eldri maður utan í að minnsta kosti tvo til þrj bíla á leið sinni heim. Ökuferðinni lauk síðan inni á lóð við hús mannsins en ekki á bílastæðinu.

Sá reyndist tölvuvert ölvaður og gistir fangageymslu vegna málsins. Lögreglu bárust einnig nokkrar tilkynningar um mannaferðir í nótt og sást meðal annars til manna sem voru að kíkja á glugga bifreiða í Skútuvogi og í Höfðahverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×